Lykilskilaboð fyrir sérfræðinga í sýkingavörnum og faraldsfræðinga á sjúkrahúsum

upplýsingaefni helstu skilaboð verkfærasettsefni

Verkefni

1.    Þitt verkefni er að tryggja að grunnatriði áætlunar um sýkingavarnir séu framkvæmd [82,84,85] [samhljóða sérfræðiálit]. Slíkar aðgerðir eru t.d.:
a)    kennsla og þjálfun, 
b)    stefnur og vinnuferlar, 
c)    smitgátartækni og klínísk inngrip,
d)    handþvottur, 
e)    hreinsun verkfæra og búnaðar; 
f)    afmengun umhverfis, 
g)    vatnsöryggi, 
h)    bólusetning heilbrigðisstarfsfólks sem og heilbrigði í starfi, 
i)    samstarf við lýðheilsustofnanir, 
j)    innleiðing sýkingavarna- og stjórnunar í allar stefnur og 
k)    að tryggja að allt starfsfólk, frá æðstu stjórnendum til starfsfólks deilda, geri sér grein fyrir sínu hlutverki í sýkingavörnum. 

2.    Önnur verkefni eru [31,42,56,82,85-87]:
a)    Samþætting eftirlits-, varnar- og stjórnunaráætlana á sjúkrahúsum í tengslum við spítalasýkingar; 
b)    Sjá til þess að leiðbeiningar, aðferðarlýsingar og gátlistar fyrir sýkingavarnir og -stjórnun sé aðgengilegt til að koma í veg fyrir spítalsýkingar og smitun örvera
c)    Miðlun upplýsinga um sýklalyfjaónæmismynstur og niðurstöður sýklarannsókna;
d)    Fylgjast með því að viðmiðunarleiðbeiningum fyrir sýkingavarnir og -stjórnun sé fylgt;
e)    Eftirlit og miðlun gagna um sýkingaeftirlit;
f)    Tryggja að áætlanir í sýklalyfjastjórnun séu til staðar ásamt 
áætlunum um sýkingavarnir og -stjórnun;
g)    Símenntun fyrir allt heilbrigðisstarfsfólk í tengslum við sýkingarvarnir og íhlutandi aðgerðir til að draga úr smiti bæði sýklalyfjanæmra og ónæmra baktería. 

Dæmi
3.    Grikkland - Þriggja ára fjölþættri áætlun um sýkingavarnir til að ná tökum á útbreiðslu karbapenem-ónæmra baktería á blóðsjúkdómadeild háskólasjúkrahúss leiddi til færri sýkinga af völdum þessara baktería [88].  

4.    Ítalía – Fjögurra ára sýkingavarnaáætlun fækkaði tilfellum sýkinga og bólfestu baktería með karbapenem-ónæmi á háskólasjúkrahúsi. Áætlunin fól í sér aðgerðir sýklalyfjastjórnunar sem beindust gegn notkun karbapenem sýklalyfja [62].

5.    ECDC skráin (tengill) inniheldur lista yfir upplýsingar á netinu um varnir gegn og stjórnun spítalasýkinga.

Það sem þú getur gert

6.    Gerðu leiðbeiningar um sýkingavarnir og varnarráðstafanir til að draga úr spítalasýkingum og örverusmiti aðgengilegar. Þessar leiðbeiningar geta innihaldið leiðbeiningar, aðferðarlýsingar og gátlista [samhljóða sérfræðiálit].

7.    Skipulegðu og kynntu fræðsluviðburði, námskeið og fundi í samstarfi við stjórnendur sjúkrahússins til að efla sýkingavarnir á meðal alls heilbrigðisstarfsfólks (t.d. handþvottur, varúðarráðstafanir í tengslum við snertingu, virkt eftirlit og hreint umhverfi) [89].

8.    Ef þú sérð samstarfsfólk á sjúkrahúsi eða heilbrigðisstofnun brjóta gegn viðmiðunarleiðbeiningum eða aðferðarlýsingum, spurðu af hverju það gerði það og láttu það fá upplýsingar til þess að það geri sér grein fyrir mistökum sínum [69] [samhljóða sérfræðiálit].

9.    Samhæfðu eftirlit með sýkingum innan heilbrigðisstofnunar með því að nota bæði [82,85] [samhljóða sérfræðiálit]:
•    Könnun á stundaralgengi, sem gefur mynd af fjölda sjúklinga með spítalasýkingar á sjúkrahúsinu á ákveðnum tíma, og
•    Langtíma eftirlit með nýgengi spítalasýkinga (t.d. á gjörgæsludeildum eða fyrir sérstakar tegundir sýkinga).

10.    Notaðu staðbundin gögn um spítalasýkingar, settu staðbundin markmið og greindu þá staði þar sem þörf er á frekari sýkingavörnum [82,85] [samhljóða sérfræðiálit].

11.    Fylgstu með hversu áhrifaríkar ákveðnar forvarnaraðgerðir eru við að fækka smiti baktería sem eru með sýklalyfjaónæmi [82,85] [samhljóða sérfræðiálit].

12.    Þjálfaðu heilbrigðisstarfsfólk reglulega í innleiðingu skilvirkra varnaráætlana [82,85] [samhljóða sérfræðiálit].