Lykilskilaboð til sýklafræðinga

upplýsingaefni helstu skilaboð verkfærasettsefni

Verkefni

1.    Verkefni ykkar hvað varða bætta notkun á sýklalyfjum eru m.a. [31,98-100] [samhljóða sérfræðiálit]:
a)    Seta í stýrihópi um sýklalyf, sem lykilaðili;
b)    Vinna með sérfræðingi í smitsjúkdómum og lyfjafræðingi sjúkrahússins við að koma á áætlun um stjórnun sýklalyfja;
c)    Styðja við gagnreyndar leiðbeiningar sjúkrahússins um sýklalyf vegna algengra sýkinga og fyrir varnandi sýklalyfjagjöf fyrir skurðaðgerðir. 
d)    Tímanleg greining og tilkynning á niðurstöðum (t.d. á blóðræktunum) og sýklalyfjanæmisprófum;
e)    Láta meðferðarlækni fljótt vita af mikilvægum niðurstöður;
f)    Kynna gögn með þeim hætti að þau stuðli að skynsamlegri notkun sýklalyfja, t.d. með því að senda læknum markvisst takmarkaðan fjölda næmisprófsniðurstaðna;
g)    Veita leiðbeiningar um viðeigandi sýnatökur, innleiða skilmerki til að hafna sýnum sem eru send inn með ófullnægjandi hætti og innleiða aðgerðir sem takmarka mengun í ræktunum (t.d. blóðræktunum);
h)    Leiðbeina við hefðbundnar sýklalyfjameðferðir með því að veita sjúkrahúsinu og viðeigandi deild (t.d. bráðadeild eða gjörgæsludeild) gögn um sýklalyfjanæmi;
i)    Greina varhugaverða þróun á sýklalyfjaónæmi á sjúkrahúsinu og láta stýrihópa um sýklalyf og sýkingavarnir vita af slíkum breytingum.
j)    Stjórna lyfjaforskriftasafni sjúkrahússins fyrir sýklalyf (þ.e. lista yfir lyf í boði fyrir útgefendur lyfseðla). 

Atriði sem þú getur gert, eða átt í samstarfi um

2.    Veita leiðbeiningar um sýnatökur, -geymslu og -flutning [98,99].

3.    Ganga úr skugga um að prófanir á rannsóknastofu og svör á sýklalyfjanæmi taki mið af viðmiðunarleiðbeiningum (þ.m.t. valbundin skrásetning) og láta fylgja með viðeigandi athugasemdir eða túlkun ef þörf krefur [31].

4.    Ganga úr skugga um að niðurstöður greininga og næmisprófa fyrir sýklalyf skili sér til útgefanda lyfseðla, hjúkrunarfræðinga og stýrihóps um sýklalyf, sérstaklega mikilvægar niðurstöður (t.d. blóðræktun) [98-100].

5.    Ganga úr skugga um að prófanir og svörun á niðurstöðum sýklarannsókna fylgi evrópskum og landlægum viðmiðum (þ.e. European Committee on Antimicrobial Susceptibility Testing - EUCAST) [31].

6.    Miðla gögnum um sýklalyfjaónæmi á sjúkrahúsum og deildum og tilkynna um ónæmisþróanir til stýrinefndar um sýklalyf og teymisins um sýkingavarnir[101].

7.    Veita útgefendum lyfseðla á sjúkrahúsinu reglulega fræðslu um sýklalyfjaónæmi, skyndipróf og greiningarpróf á staðnum [31,53].