Lykilskilaboð fyrir unglækna og nema 

upplýsingaefni helstu skilaboð verkfærasettsefni

Hafðu þessi skilaboð til hliðsjónar ásamt þeim sem er beint að þeim ákveðna markhópi sem tilheyrir þínu sérsviði. 

 Það sem þú getur gert

1.    Kynntu þér og tileinkaðu þér leiðbeiningar um sýklalyfjanotkun og sýkingavarnir sem eiga við þitt sérsvið [samhljóða sérfræðiálit]. 

2.    Þegar þú verður vitni að ávísun sýklalyfja skaltu spyrja útgefanda lyfseðilsins um ábendinguna, lyfjaval, skammtinn, inntökuleiðina og lengd meðferðar, til að átta þig á því hvort að það sé í samræmi við viðmiðunarleiðbeiningar um sýklalyf [69].

3.    Ef þú sérð samstarfsfólk á sjúkrahúsi eða heilbrigðisstofnun brjóta gegn viðmiðunarleiðbeiningum eða aðferðarlýsingu, spurðu af hverju það gerði það og láttu það fá upplýsingar til þess að það geri sér grein fyrir mistökum sínum [69] [samhljóða sérfræðiálit]. 

4.    Áður en þú ávísar sýklalyfjum skaltu [25,26,53,70] [samhljóða sérfræðiálit]:
•    Leita leiðbeininga og ráðgjafar frá reyndari starfsmanni eða aðila í stýrihópi um sýklalyf;
•    Athuga staðbundin, svæðisbundin og landsbundin faraldsfræðileg gögn.

5.    Skrá ábendingu fyrir sýklalyfjameðferð, lyfjaval, skammt, inntökuleið og lengd meðferðar í sjúkraskrá sjúklingsins [31,42,70,71]. 

6.    Svara eftirfarandi lykilspurningum til að bæta sýklalyfjameðferðir. Ef þú ert í vafa skaltu leita ráða hjá stýrihópi um sýklalyf [31,42,53,70,71]: 
a)    Eru miklar líkur á bakteríusýkingu, frekar en bólfestu eða veirusýkingu?
b)    Fór fram viðeigandi ræktun áður en sýklalyfjagjöf hófst.
c)    Hefurðu athugað fyrri notkun sýklalyfja, lyfjaofnæmi, ónæmisbælandi meðferð, nýlega innlögn á sjúkrahús eða stofnun, nýleg ferðalög utan Evrópu og niðurstöður sýklarannsókna síðustu 3 mánuði?
d)    Er sjúklingurinn með sýkingu sem mun bregðast við sýklalyfjum?
Ef já;
i.    Er sjúklingurinn á réttum sýklalyfjum, er skammturinn réttur og er inntökuleið rétt?
ii.    Væri hægt að nota sýklalyf með þrengra virknisvið til meðferðar gegn sýkingunni?
iii.    Hversu lengi ætti sjúklingurinn að fá sýklalyf?

7.    Ganga úr skugga um að sjúklingarnir (og fjölskyldur þeirra) skilji ástæðu meðferðar með sýklalyfjum og helstu atriði sem tengjast notkun sýklalyfja, þ.m.t. að [31,69] [samhljóða sérfræðiálit]: 
a)    Taka inn sýklalyf nákvæmlega eins og þeim er ávísað; 
b)    Aldrei geyma sýklalyf til seinni tíma nota;
c)    Aldrei nota afgang af sýklalyfjum frá fyrri meðferð; og 
d)    Aldrei gefa öðrum afgangssýklalyf.