Verkfærakista upplýsinga fyrir heilsugæslulækna
Verkfærasettið inniheldur sniðmát og helstu skilaboð fyrir heilbrigðisstarfsmenn, hugmyndir að vitundarvekjandi aðgerðum, og leiðbeinandi tækni til að koma skilaboðunum til bæði heimilislækna og sjúklinga.
Download
Upplýsingar fyrir notkun á efninu
Til þess að frá nánari upplýsingar og hugmyndir varðandi notkun á efninu og skipulag herferðarinnar um sjálfskömmtun með sýklalyfjum skal skoða leiðbeiningarefnið.
Notendaskilmálar
Leyfi til að nota kynningarefni sem Evrópski vitundardagurinn um sýklalyf gefur út er veitt öllum frjálsum félagasamtökum og heilsuverndarsamtökum sem og öllum evrópskum heilbrigðisyfirvöldum og ríkisstofnunum sem standa fyrir herferðum sem miða að því að draga úr sýklalyfjaónæmi og að hvetja til skynsamlegarar notkunar á sýklalyfjum.
Allir aðrir aðilar verða að fá leyfi hjá ECDC áður en þeir nota kynningarefni sem Evrópski vitundardagurinn um sýklalyf gefur út. Til þess að fá leyfi til notkunar skal hafa samband við: EAAD@ecdc.europa.eu
ECDC vill heyra frá þér.
ECDC vil fá að vita hvernig og hvar er ætlunin að nota kynningarefnið, sérstaklega ef möguleikinn er fyrir hendi að hægt sé að skrá starfsemina ykkar á þann hluta vefsíðunnar okkar sem fæst við ‘Aðgerðir í einstökum löndum’. Ef þeið erum með spurningar varðandi kynningarefnið skal hafa samband við: EAAD@ecdc.europa.eu
Verkfærasettsefni
Helstu skilaboð fyrir útgefendur lyfseðla á heilsugæslustöðvum
Aukið sýklalyfjaónæmi ógnar skilvirkni sýklalyfja núna og í framtíðinni: lykillinn að lausn þessa vaxandi vandamáls eru árangursríkar samræður við sjúklinga.
Data
Samræður við sjúkling
Líkan fyrir samræður við sjúkling, sem byggir á tiltækum gögnum, veitir leiðbeiningar og aðstoð fyrir útgefendur lyfseðla á heilsugæslustöðvum, sem verða fyrir þrýstingi frá sjúklingum um sýklalyf og stuðlar að réttri notkun sjúklinga á sýklalyfjum.
Data
Sjúklingabæklingur
Sjúklingabæklingur sem útgefendur lyfja á heilsugæslustöðvum geta afhent sjúklingum: hann útskýrir hvað sýklalyfjaónæmi er og hvers vegna rétt notkun sýklalyfja sé mikilvæg.
Upplýsingablað fyrir sérfræðinga
Sýklalyfjaónæmi er geta örveru (t.d. sýkils, veiru, eða sníkjudýrs, eins og malaríusníkils) til að verjast áhrifum sýklalyfs.