Hlutverk Sóttvarnastofnunar ESB

Sóttvarnarstofnun Evrópu (ECDC) ákvað árið 2008 að koma á stofn Evrópudegi vitundarvakningar um sýklalyf (EAAD), þann 18. nóvember sem vettvangi til að veita staðbundnum herferðum á svæðinu stuðning.

Eftir innleiðingu ráðlegginga Framkvæmdaráðs Evrópusambandsins (ESB) um skynsamlega notkun sýkingalyfja fyrir notkun í mönnum í nóvember 2001, sem sagði að aðildarríki ESB skyldu upplýsa almenning um mikilvægi skynsamlegrar notkunar sýkingalyfja og velgengni sumra staðbundinna herferða, svo sem í Belgíu og Frakklandi, ákvað Sóttvarnarstofnun Evrópu (ECDC) árið 2008, að koma á Evrópudegi vitundarvakningar um sýklalyf (EAAD) þann 18. nóvember, sem vettvangi til að veita staðbundnum herferðum á svæðinu stuðning.

Hlutverk Sóttvarnarstofnunar Evrópu er að bera kennsl á og meta hættur á smitsjúkdómum fyrir borgara ESB og skýra frá þessum hættum; undir þetta fellur sýkingalyfjaónæmi. Hvert aðildarríkja ESB ber ábyrgð á stjórnun á þessum hættum auk allra þátta sem stuðla að stjórnum smitsjúkdóma.

Aðgerðir sem tengjast þessu efni hjá Sóttvarnarstofnun Evrópu, fara fram undir Sýkingalyfjaónæmis og sýkingar innan heilsugæslu áætlunarinnar. Helstu verkefni Sóttvarnarstofnunar Evrópu fela m.a. í sér eftirlit, farsóttaupplýsingar, þróun gagnreyndra leiðbeininga og kerfisbundinna endurskoðana, þjálfun, stuðning við aðildarríki ESB. Sóttvarnarstofnun Evrópu setti líka á fót og uppfærir reglulega gagnaskrá yfir aðföng á netinu fyrir forvarnir og stjórnun á sýkingalyfjaónæmi og sýkingar innan heilsugæslu til að styðja aðildarríki ESB við að  þróa landsviðmiðunarreglur. Að lokum heldur Sóttvarnarstofnun Evrópu utan um Evrópudag vitundarvakningar um sýklalyf þann 18. nóvember hvers árs.

Síðan 2008 hafa fjölmargar heilsutengd og fagsamtök, auk Framkvæmdastjórnar ESB og svæðisskrifstofa Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar fyrir Evrópu (WHO/Europe), unnið með Sóttvarnarstofnunar Evrópu við að útbúa samskiptaefni og skipuleggja aðgerðir sem miðast við markhópa eins og almenning og fagmenn á sjúkrahúsum. Þar að auki hafa fleiri en 43 lönd í Evrópusambandinu verið með herferðir síðan þá, allt undir EAAD regnhlífinni.

Síðan 2015, hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin leitt Heimsviku vitundarvakningar um sýklalyf, alþjóðleg herferð sem á sér stað í viku 18. nóvember. EAAD er í samvinnu við Heimsviku vitundarvakningar um sýklalyf