Lykilskilaboð fyrir hjúkrunarfræðinga
Verkefni
1. Þú ert í lykilstöðu til að bæta notkun sýklalyfja með samstarfi við stýrihóp um sýklalyf [96].
2. Verkefni ykkar hvað varða bætta notkun á sýklalyfjum eru m.a. [31,96,97] [samhljóða sérfræðiálit]:
a) Gjöf sýklalyfja til sjúklinga í samræmi við fyrirmæli;
b) Samræma töku og sendingu sýna í sýklarannsókn og svörun niðurstaðna aftur til læknis;
c) Tilkynna um aukaverkanir sýklalyfja til lækna og viðeigandi endurskoðunarnefnda;
d) Koma á samskiptum á milli lækna, apóteks, rannsóknarstofu, útskriftarteyma, sérfræðinga og sjúklinga;
e) Veita sjúklingum og fjölskyldum þeirra upplýsingar um meðferðir;
f) Fylgjast með stöðu sjúklings á sólarhringsfresti; og
g) Stjórna sýklalyfjabirgðum á þinni vakt og tryggja rekjanleika sýklalyfjanotkunar [samhljóða sérfræðiálit].
Atriði sem þú getur gert, eða átt í samstarfi um
3. Bæta aðferðir sýklalyfjastjórnunar í samstarfi við lækna og lyfjafræðinga [96,97].
4. Beita aðferðum og leiðbeiningum sýkingavarna sem eru til staðar í þínu umhverfi [samhljóða sérfræðiálit].
5. Gakktu úr skugga um að sjúklingarnir (og fjölskyldur þeirra) skilji ástæðu meðferðar með sýklalyfjum og helstu atriði sem tengjast notkun sýklalyfja, þ.m.t. að [31,69] [samhljóða sérfræðiálit]:
e) Taka inn sýklalyf nákvæmlega eins og þeim er ávísað;
f) Aldrei geyma sýklalyf til seinni tíma nota;
g) Aldrei nota afgang af sýklalyfjum frá fyrri meðferð; og
h) Aldrei gefa öðrum afgangssýklalyf.
6. Gakktu úr skugga um að sýnataka fari rétt fram og sé send í ræktun á tilraunastofu, áður en sýklalyfjameðferðin hefst [31,42,70].
7. Sjáðu til þess að allar rannsóknaniðurstöður berist sem fyrst til viðeigandi meðferðarlæknis [samhljóða sérfræðiálit].
8. Fáðu útgefendur lyfseðla til að skrásetja ákvörðun endurskoðunar fyrir alla sjúklinga á sýklalyfjum eftir 48-72 klst. [31,42,69].
9. Láttu útgefanda lyfseðils eða lyfjafræðing vita ef þú sérð sjúkling með ávísun fyrir sýklalyfjameðferð sem hefur farið fram yfir sjö daga og er án tilgreindrar tímalengdar [69].
10. Ef þú sérð samstarfsfólk á sjúkrahúsi eða heilbrigðisstofnun brjóta gegn viðmiðunarleiðbeiningum eða aðferðarlýsingum, spurðu af hverju það gerði það og láttu það fá upplýsingar til þess að það geri sér grein fyrir mistökum sínum [69] [samhljóða sérfræðiálit].
11. Taktu reglulega þátt í námskeiðum og fundum um skynsamlega sýklalyfjanotkun, sýnatöku og sýkingavarnir og -stjórnun [53,96].