Lykilskilaboð fyrir gjörgæsludeild [læknar og stjórnendur] 

upplýsingaefni helstu skilaboð verkfærasettsefni

Verkefni

Grunnverkefni til að bæta notkun sýklalyfja á þinni deild eru t.d.:

1.    Fylgja aðferðarlýsingu fyrir sýklalyfjameðferðir sem byggir á gagnreyndum viðmiðunarleiðbeiningum (t.d. fyrir blóðsýkingar) [90].

2.    Þekkja staðbundið mynstur sýklalyfjaónæmis á þinni deild, sjúkrahúsi og í samfélaginu [31,72]. 

3.    Standa fyrir reglulegum þverfaglegum starfsmannafundum og umræðum um einstök tilfelli til að bæta gæði sýklalyfjameðferða [72].

4.    Endurmeta sýklalyfjameðferðir í ljósi klínískra aðstæðna eftir 48-72 klst., eða um leið og niðurstöður sýklarannsókna liggja fyrir, til að [31,42,70-72]:
•    skipta yfir í sýklalyf með þrengra virknisvið;
•    halda sýklalyfjameðferð áfram eða stöðva hana;
•    skipta yfir í inntöku sýklalyfs um munn.

5.    Innleiða áætlanir um sýkingavarnir og -stjórnun, þ.m.t. [86,87,105]:
•    símenntun starfsfólks,
•    handþvottur,
•    umhverfishreinsun,
•    virkt eftirlit,
•    snertivarnir,
•    gangreyndar aðferðir,
•    innleiðing eftirlitskerfis fyrir spítalasýkingar.

6.    Taka þátt í fræðsluviðburðum með reglulegu millibili ásamt forvirku eftirliti og endurgjöf í samstarfi við stýrihópi um sýklalyf [54,56]. 

Atriði sem þú ættir að vita

7.    Að nota sýklalyf með þrengri virkni og aðlögun sýklalyfjameðferða hefur í för með sér betri horfur hjá sjúklingi [106].

8.    Aðferðir sýkingavarna- og stjórnunar draga úr tilfellum sýkinga innan heilbrigðisstofnana. Nokkur dæmi: 
a)    Að fylgja leiðbeiningum um umönnun fyrir æðaleggi (ísetning og viðhald) dregur úr sýkingum sem tengjast æðalegg á öllum tegundum gjörgæsludeilda (fyrir fullorðna og nýbura) [107].
b)    Forvarnagátlistar geta komið í veg fyrir lungnabólgu tengda öndunarvélum á gjörgæsludeildum fyrir fullorðna [108].

Það sem þú getur gert

9.    Innleiddu leiðbeiningar (viðmiðunarleiðbeiningar, aðferðarlýsingar og gátlista) fyrir aðferðir sýkingavarna og -stjórnunar í samstarfi við teymi sýkingavarna [86,87] [samhljóða sérfræðiálit].

10.    Fylgdu leiðbeiningum fyrir sýklalyfjameðferðir sem byggir á gagnreyndum viðmiðunarleiðbeiningum og eru til staðar í þínu umhverfi [31] [samhljóða sérfræðiálit].

11.    Aldrei byrja sýklalyfjameðferð nema að það sé ótvírætt að um bakteríusýkingu sé að ræða og ekki meðhöndla bólfestu [31].

12.    Reyndu að forðast óþarfar forvarnir með sýklalyfjum [31].

13.    Grannskoðaðu sögu sjúklings þegar þú ávísar sýklalyfjum, þ.m.t. nýlega sýklalyfjanotkun, lyfjaofnæmi, ónæmisbælandi meðferðir og áhættuþætti fyrir sýklalyfjaónæmi (t.d. nýleg dvöl á sjúkrahúsi, nýleg meðferð eða nýleg ferð utan Evrópu) [31].

14.    Ef þú ert í vafa um að ávísa sýklalyfjum skaltu gera eftirfarandi [25,26,53,70] [samhljóða sérfræðiálit]:
•    Athugaðu staðbundin, svæðisbundin og landsbundin faraldsfræðileg gögn.
•    Ráðfærðu þig við reyndari starfsmann eða aðila í stýrihópi um sýklalyf.

15.    Skrásettu ábendingu fyrir sýklalyfjameðferð, lyfjaval, skammt, inntökuleið og lengd meðferðar í sjúkraskrá sjúklings [31,42,70,71].  

16.    Byrjaðu markvissa sýklalyfjameðferð hjá sjúklingum með blóðsýkingu í gegnum bláæð um leið og mögulegt er [90].

17.    Gakktu úr skugga um að sýni til ræktunar séu rétt tekin og send í ræktun á sýklarannsóknadeild, áður en sýklalyfjameðferðin hefst [31,42,70,71].

18.    Svaraðu eftirfarandi lykilspurningum við endurmat á sýklalyfjameðferð eftir 48-72 klst. (eða um leið og niðurstöður örverurannsóknar eru ljósar) [42,70]: 
Er sjúklingurinn með sýkingu sem mun bregðast við sýklalyfjum?
Ef já;
i.    Er sjúklingurinn á réttum sýklalyfjum, er skammturinn réttur og er inntökuleið rétt?
ii.    Væri hægt að nota sýklalyf með þrengra virknisvið til meðferðar gegn sýkingunni?
iii.    Hversu lengi ætti sjúklingurinn að fá sýklalyf?

19.    Ef þú sérð samstarfsfólk á sjúkrahúsi eða heilbrigðisstofnun brjóta gegn viðmiðunarleiðbeiningum eða aðferðarlýsingu, spurðu af hverju það gerði það og láttu það fá upplýsingar til þess að það geri sér grein fyrir mistökum sínum [69] [samhljóða sérfræðiálit].

20.    Taktu reglulega þátt í námskeiðum og fundum sem stuðla að því að sjúkrahúsin innleiði: a) skynsama sýklalyfjanotkun, b) gagnreyndar og staðbundnar viðmiðunarleiðbeiningar í tengslum við sýklalyf og c) sýkingavarnir og stjórnunaraðgerðir í tengslum við þær [52,53].