Lykilskilaboð fyrir útgefendur lyfseðla

upplýsingaefni helstu skilaboð verkfærasettsefni

 Verkefni

1.    Sem útgefandi lyfseðla er þitt verkefni í tengslum við bætta notkun sýklalyfja meðal annars að [31,42,43,52-54,56,70,71,90]:
a)    Gefa út lyfseðla samkvæmt gagnreyndum viðmiðunarleiðbeiningum sjúkrahússins varðandi sýklalyf fyrir algengar sýkingar og fyrirbyggjandi sýklalyfjagjöf fyrir aðgerðir; 
b)    Þekkja bakgrunn einstakra sjúklinga við mat á sýklalyfjameðferð, þ.m.t.  nýlega sýklalyfjanotkun, lyfjaofnæmi, notkun ónæmisbælandi meðferðar, nýlega dvöl á sjúkrahúsi eða stofnun, nýleg ferðalög utan Evrópu og niðurstöður sýklarannsókna síðustu 3 mánaða;
c)    Skrásetja ábendingu fyrir sýklalyfjameðferð, lyfjaval, skammt, inntökuleið og lengd meðferðar í sjúkraskrá sjúklings þegar þú ávísar sýklalyfjum; 
d)    Fylgdu viðmiðunarleiðbeiningum varðandi sýkingavarnir og -stjórnun;
e)    Tryggja að sent sé í viðeigandi ræktun áður en sýklalyfjameðferð er hafin;
f)    Endurmeta meðferð eftir 48-72 klst. eða þegar niðurstöður ræktunar eru komnar;
g)    Hefja sýklalyfjameðferð eins fljótt og hugsast getur hjá sjúklingum með alvarlega sýkingu; 
h)    Taka mið af staðbundnum upplýsingum um sýklarannsóknir og sýklalyfjaónæmi við empíríska sýklalyfjameðferð; 
i)    Upplýsa þína sjúklinga um öll sýklalyf sem þú ávísar og mögulegar aukaverkanir; og
j)    Taka þátt í árlegu námskeiði um skynsamlega notkun sýklalyfja.

Atriði sem þú ættir að vita

2.    Notkun viðmiðunarleiðbeininga um sýklalyf og þátttaka í fræðslulotum bæta sýklalyfjanotkun [78].

3.    Skráning ábendingar, lyfavals, skammts, inntökuleiðar og lengd meðferðar í sjúkraskrá sjúklings stuðlar að betri notkun sýklalyfja [71].

4.    Ávísun á sem stystu gagnreyndu sýklalyfjameðferðir dregur úr tilkomu baktería með sýklalyfjaónæmi [54,56,71,91].

5.    Rétt tímasetning og tímalengd fyrirbyggjandi sýklalyfjameðferðar fyrir aðgerð leiðir til færri sýkinga á skurðstofum og dregur úr tilkomu baktería með sýklalyfjaónæmi [73].

6.    Með því að taka sýni í ræktun áður en hefðbundin sýklalyfjameðferð hefst og hagræða sýklalyfjameðferð í samræmi við niðurstöður ræktunar geturðu stuðlað að bættri notkun sýklalyfja [31,70,71].

7.    Endurskoðun á upphaflegri sýklalyfameðferð eftir 48-72 klst. og skipting úr innrennsli yfir í munnlega inntöku (þegar það er mögulegt) lækkar tíðni sýklalyfjaónæmis og bætir horfur sjúklinga [37,54,57,71,92,93].

8.    Samráð við stýrihóp um sýklalyf eykur gæði við útgáfu lyfseðla og bætir horfur sjúklinga [56,83].

Dæmi

9.    Yfirfærsla frá innrennsli yfir í inntöku um munn, undir umsjá lyfjafræðings, leiddi til styttri innrennslismeðferða án neikvæðra áhrifa á horfur [56].
10.    Inngrip smitsjúkdómalækna er talið hafa leitt til töluverða framfara í gæðum sýklalyfjameðferða og minni sýklalyfjanotkunar [83].

Það sem þú getur gert

11.    Fylgdu aðferðarlýsingu sýklalyfjameðferða sem byggir á gagnreyndum viðmiðunarleiðbeiningum og notaðu sýkingavarnir og -stjórnunaðferðir sem eru til staðar í þínu umhverfi [31] [samhljóða sérfræðiálit].

12.    Fáðu álit stýrihóps um sýklalyf þegar þörf krefur, til dæmis þegar þú ávísar sýklalyfjum utan venjulegra viðmiðunarreglna [31,56]  [samhljóða sérfræðiálit].

13.    Aldrei byrja sýklalyfjameðferð nema að það sé ótvírætt að um bakteríusýkingu sé að ræða og ekki meðhöndla bólfestu [31,72].

14.    Reyndu að forðast óþarfar forvarnir með sýklalyfjum [31,73].

15.    Ef þú sérð samstarfsfólk á sjúkrahúsinu eða annars konar heilsugæslu brjóta gegn viðmiðunarleiðbeiningum eða aðferðarlýsingu, spurðu af hverju það gerði það og láttu það fá upplýsingar til þess að það geri sér grein fyrir mistökum sínum  [samhljóða sérfræðiálit].

16.    Svaraðu eftirfarandi lykilspurningum til að bæta sýklalyfjameðferðir. Ef þú ert í vafa skaltu leita ráða hjá stýrihópi um sýklalyf [31,42,53,70,71]: 
a)    Eru miklar líkur á bakteríusýkingu, frekar en bólfestu eða veirusýkingu?
b)    Fór fram viðeigandi ræktun áður en sýklalyfjagjöf hófst.
c)    Hefurðu athugað fyrri notkun sýklalyfja, lyfjaofnæmi, ónæmisbælandi meðferð, nýlega innlögn á sjúkrahús eða stofnun, nýleg ferðalög utan Evrópu og niðurstöður sýklarannsókna síðustu 3 mánuði?
d)    Er sjúklingurinn með sýkingu sem mun bregðast við sýklalyfjum?
Ef já;
i.    Er sjúklingurinn á réttum sýklalyfjum, er skammturinn réttur og er inntökuleið rétt?
ii.    Væri hægt að nota sýklalyf með þrengra virknisvið til meðferðar gegn sýkingunni?
iii.    Hversu lengi ætti sjúklingurinn að fá sýklalyf?

17.    Skráðu ábendingu fyrir sýklalyfjameðferð, lyfjaval, skammt, inntökuleið og lengd meðferðar í sjúkraskrá sjúklingsins [31,42,70,71]. 

18.    Veittu sjúklingum þínum nægar upplýsingar og hjálpaðu þeim að komast í skilning um mikilvægi skynsamlegrar sýklalyfjanotkunar. Gakktu úr skugga um að sjúklingarnir (og fjölskyldur þeirra) skilji ástæðu meðferðar með sýklalyfjum og helstu atriði sem tengjast notkun sýklalyfja, en þau eru t.d. [samhljóða sérfræðiálit]:
a)    Taka inn sýklalyf nákvæmlega eins og þeim er ávísað;
b)    Aldrei geyma sýklalyf til seinni tíma nota;
c)    Aldrei nota afgang af sýklalyfjum frá fyrri meðferðum;
d)    Aldrei gefa öðrum afgangssýklalyf.