Um sýklalyfjadaginn

Evrópudagur vitundarvakningar um sýklalyf er árlegt evrópskt heilsuátak sem á sér stað 18. nóvember með það að markmiði að efla vitund fólks á lýðheilsuógninni sem stafar af sýklalyfjaónæmi og skynsamlegri notkun sýklalyfja. Nýjustu tölur staðfesta að fjöldi sjúklinga sem sýkjast af sýklalyfjaónæmum gerlum er að aukast um allt Evrópusambandið og að lýðheilsu stendur mikil ógn af sýklalyfjaónæmi.

 

Skynsamleg notkun sýklalyfja getur hjálpað til við að stöðva þróun ónæmra gerla og aðstoðað við að halda sýklalyfjum virkum fyrir komandi kynslóðir.