Lykilskilaboð fyrir stofnanir sem veita langtíma umönnun [læknar og stjórnendur]

upplýsingaefni helstu skilaboð verkfærasettsefni

Verkefni

Grunnverkefni til að bæta notkun sýklalyfja á þinni deild eru t.d.: 
1.    Símenntun lækna og hjúkrunarfræðinga, með áherslu á aðstæður þar sem misnotkun sýklalyfja er algeng[109,110];
•    fyrirbyggjandi sýklalyfjagjöf;
•    sýklalyfjanotkun hjá einkennalausum sjúklingum með jákvæða ræktun (bólfesta);
•    staðbundin sýklalyf; og
•    of langar meðferðir.

2.    Upplýsa sjúklinga og fjölskyldur þeirra um hættur á vali sýklalyfjaónæmra baktería þegar sýklalyf eru notuð að óþörfu (t.d. einkennalaus bakteríumiga, veirusýking í öndunarfærum) [109,110].

3.    Nota klíníska ferla og gagnreyndar viðmiðunarleiðbeiningar fyrir greiningu, meðferð og stjórnun algengustu sýkinganna (t.d. lungnabólga, sýking í efri hluta öndunarvegar, húð- og mjúkvefssýking og þvagfærasýking) og taka mið af staðbundnum gögnum um næmni sýklalyfja [109].

4.    Endurmeta sýklalyfjameðferðir í ljósi klínískra aðstæðna eftir 48-72 klst., eða um leið og niðurstöður sýklarannsóknar liggja fyrir, til að [31,42,70-72]:
•    skipta yfir í sýklalyf með þrengra virknisvið;
•    halda sýklalyfjameðferð áfram eða stöðva hana;
•    skipta yfir í inntöku sýklalyfs um munn.

5.    Forðast greiningarpróf og ræktanir hjá einkennalausum sjúklingum [56,111].

Það sem þú getur gert

6.    Innleiddu aðferðir sýkingavarna og -stjórnunar í samstarfi við sérfræðinga á svið sýkingavarna [samhljóða sérfræðiálit]. 

7.    Grannskoðaðu sögu sjúklings þegar þú ávísar sýklalyfjum, þ.m.t. nýlega sýklalyfjanotkun, lyfjaofnæmi, ónæmisbælandi meðferðir og áhættuþætti fyrir sýklalyfjaónæmi (t.d. nýleg dvöl á sjúkrahúsi, nýleg meðferð eða nýleg ferð utan Evrópu) [31].
 
8.    Láttu alltaf framkvæma klíníska skoðun á sjúklingnum áður en sýklalyfjum er ávísað á hann [31].

9.    Ef þú ert í vafa um að ávísa sýklalyfjum skaltu gera eftirfarandi [25,26,53,70] [samhljóða sérfræðiálit]:
•    Athugaðu staðbundin, svæðisbundin og landsbundin faraldsfræðileg gögn.
•    Ráðfærðu þig við reyndari starfsmann eða aðila í stýrihópi um sýklalyf.

10.    Aldrei byrja sýklalyfjameðferð nema að það sé ótvírætt að um bakteríusýkingu sé að ræða og ekki meðhöndla bólfestu [31]. 

11.    Reyndu að forðast óþarfa fyrirbyggjandi sýklalyfjagjöf (t.d. forvörn fyrir þvagfærasýkingu) [111].

12.    Gakktu úr skugga um að sent sé í ræktun áður en sýklalyfjameðferð hefst [31,42,70,71].

13.    Skráðu ábendingu fyrir sýklalyfjameðferð, lyfjaval, skammt, inntökuleið og lengd meðferðar í sjúkraskrá sjúklingsins [31,42,70,71].

14.    Svaraðu eftirfarandi lykilspurningum við endurmat á sýklalyfjameðferð eftir 48-72 klst. (eða um leið og niðurstöður örverurannsóknar eru ljósar) [42,70]: 
Er sjúklingurinn með sýkingu sem mun bregðast við sýklalyfjum?
Ef já;
i.    Er sjúklingurinn á réttum sýklalyfjum, er skammturinn réttur og er inntökuleið rétt?
ii.    Væri hægt að nota sýklalyf með þrengra virknisvið til meðferðar gegn sýkingunni?
iii.    Hversu lengi ætti sjúklingurinn að fá sýklalyf?

15.    Stuðlaðu að því að komið sé á bólusetningaráætlun fyrir íbúa og starfsfólk [samhljóða sérfræðiálit].

16.    Notaðu aðferðir sýkingavarna og -stjórnunar sem eru til staðar í þínu umhverfi [samhljóða sérfræðiálit]. Ef þú sérð samstarfsfólk á sjúkrahúsi eða heilbrigðisstofnun brjóta gegn viðmiðunarleiðbeiningum eða aðferðarlýsingu, spurðu af hverju það gerði það og láttu það fá upplýsingar til þess að það geri sér grein fyrir mistökum sínum [69] [samhljóða sérfræðiálit].

17.    Taktu reglulega þátt í námskeiðum og fundum sem stuðla að því að sjúkrahúsin innleiði: a) skynsama sýklalyfjanotkun, b) gagnreyndar og staðbundnar viðmiðunarleiðbeiningar í tengslum við sýklalyf og c) sýkingavarnir og stjórnunaraðgerðir í tengslum við þær[52,53].

18.    Skipuleggðu fræðsluviðburði og herferðir sem upplýsa íbúa um skynsamlega notkun sýklalyfja.

19.    Gakktu úr skugga um að sjúklingarnir (og fjölskyldur þeirra) skilji ástæðu meðferðar með sýklalyfjum og helstu atriði sem tengjast notkun sýklalyfja, þ.m.t að  [samhljóða sérfræðiálit]:
a)    Taka inn sýklalyf nákvæmlega eins og þeim er ávísað;
b)    Aldrei geyma sýklalyf til seinni tíma nota;
c)    Aldrei nota afgang af sýklalyfjum frá fyrri meðferðum;
d)    Aldei deila afgangi sýklalyfja með öðrum á heimilinu eða nokkrum öðrum.

20.    Framkvæmdu reglulega eftirlit/kannanir í tengslum við útgáfu lyfseðla, spítalasýkingar og sýkingar tengdum heilbrigðisstofnunum [93].