Helstu atriði fyrir lyfjafræðinga á sjúkrahúsum

upplýsingaefni helstu skilaboð verkfærasettsefni

Verkefni

1.    Verkefni ykkar hvað varða bætta sýklalyfjanotkun eru m.a. [42,56,76,94,95]:
a)    Seta í stýrihópi um sýklalyf, sem lykilaðili;
b)    Vinna með sérfræðingi í smitsjúkdómum og sýklafræðingi við að koma á áætlun um stjórnun sýklalyfja;
c)    Bæta gæði í ávísunum sýklalyfja (t.d. athuga milliverkun, fínstilla skammtastærðir og velja inntökuleið, koma í veg fyrir aukaverkanir);
d)    Leita ráða hjá útgefendum lyfseðla á sjúkrahúsi og veita þeim álit til að tryggja gæði við ávísun sýklalyfja;
e)    Láta fara fram íhlutun til takmörkunar lyfjaforskriftar, s.s. kröfur um forsamþykki og eftirásamþykki og meta fylgni við þessar takmarkanir;
f)    Greina gögn um notkun sýklalyfja og kostnað vegna eftirlits og setningu viðmiðunar;
g)    Styðja við gagnreyndar leiðbeiningar sjúkrahússins um sýklalyf vegna algengra sýkinga og fyrir varnandi sýklalyfjagjöf fyrir skurðaðgerðir.
h)    Stjórna lyfjaforskriftasafni sjúkrahússins fyrir sýklalyf (þ.e. lista yfir lyf í boði fyrir útgefendur lyfseðla). 

Atriði sem þú ættir að vita

2.    Fylgni við takmarkanir lyfjaforskrifta sem og kröfur um forsamþykki og eftirásamþykki fyrir tiltekin sýklalyf dregur úr notkun á þessum sýklalyfjum á bráðadeildum [43].

3.    Skipti frá inntöku með stungu eða innrennsli yfir í inntöku um munn, undir umsjá lyfjafræðings, bætir horfur sjúklinga (t.d. styttir það tíma innrennslismeðferðar án þess að hafa neikvæð áhrif á horfur) [56].

4.    Sérstök pöntunareyðublöð takmarka tímalengd fyrirbyggjandi aðgerða með sýklalyfjum fyrir aðgerð og draga úr tilfellum sýkinga á skurðstofum, sýklalyfjanotkun og kostnaði [56].

5.    Lyfjafræðingar þurfa að sinna margs konar hlutverkum á bráðadeild, þ.m.t. að veita endurgjöf í rauntíma og ráðgjöf varðandi ávísun lyfja og greina milliverkanir. Það dregur úr tímalengd meðferða og lækkar heildarkostnað umönnunarinnar [77]. 

Atriði sem þú getur gert, eða átt í samstarfi um

6.    Aðstoðaðu við þróun og innleiðingu áætlunar um sýklalyfjastjórnun innan þinnar stofnunar [69,94].

7.    Gefðu útgefendum lyfseðla álit og ráðleggingar varðandi val á sýklalyfjum, skömmtum, tímalengd og inntökuleið [31,94].

8.    Fáðu klíníska lækna til að tímasetja rétt yfirfærslu úr innrennsli yfir í inntöku um munn [56].

9.    Athugaðu hvort útgáfur lyfseðla fyrir sýklalyf séu í samræmi við leiðbeiningar um notkun sýklalyfja, samkvæmt gagnreyndu viðmiðunarreglunum. Ef þú sérð samstarfsfólk á sjúkrahúsi eða heilbrigðisstofnun brjóta gegn viðmiðunarleiðbeiningum eða aðferðarlýsingu, spurðu af hverju það gerði það og láttu það fá upplýsingar til þess að það geri sér grein fyrir mistökum sínum [69] [samhljóða sérfræðiálit].

10.    Safnaðu saman og deildu gögnum um sýklalyfjanotkun og -kostnað, annars vegar fyrir sjúkradeildir og hins vegar fyrir allt sjúkrahúsið [56,76].

11.    Útvegaðu sjúklingum sem þurfa að halda áfram sýklalyfjameðferð eftir útskrift, í samstarfi við útgefendur lyfseðla, upplýsingar um heimanotkun sýklalyfja [31]. 

12.    Sjáðu til þess að útgefendur lyfseðla á sjúkrahúsinu hljóti fræðslu um skynsamlega notkun sýklalyfja og taktu þátt í fundarhaldi um innleiðingu gagnreyndra viðmiðunarleiðbeininga fyrir sjúkrahús [31,53,94,95].