Sýklalyf Sýndu ábyrgð

upplýsingamyndir upplýsingaefni verkfærasettsefni

Upplýsingamyndin skýrir hvað sýklalyfjaónæmi er og leggur áherslu á hversu víðtækt vandamálið sem við stöndum frammi fyrir er vegna sýklalyfjaónæmis og sýklalyfjanotkunar hjá fólki – á sjúkrahúsum og í samfélaginu.

Sýklalyfjanotkun er mjög misjöfn á milli ESB/EES landa. Í löndunum sem nota mest, notar fólk 3,4 sinnum meira af sýklalyfjum heldur en í löndum þar sem notkunin er minnst. Í sjúkrahúsgeiranum, sýna nýjustu gögn Sóttvarnarstofnunar Evrópu að notkun á carbapenem – flokki sýklalyfja sem er notaður þegar önnur sýklalyf virka ekki – hefur aukist markvert í sex löndum og hefur ekki minnkað í neinu landanna. Enn fremur sýnir upplýsingamyndin hlutfall ónæmis gegn algengust flokkum sýklalyfja. Aðeins 70 árum eftir að sýklalyf komu til sögunnar stöndum við frammi fyrir framtíð án áhrifaríkra sýklalyfja til að meðhöndla sjúklinga sem eru með sýkingar af völdum þó nokkra gerða af bakteríum.

Sýklalyf Sýndu ábyrgð

Ef þú vilt breyta upplýsingamyndunum skaltu hafa í huga að þú þarft að setja inn leturpakkann (Meta Pro) áður en þú opnar Illustrator eða InDesign skrána. Ekki opna .ai skrána án þess að hafa sett leturgerðina inn áður.
 
Ef þú breytir skránni og setur inn leturgerðina fer ECDC fram á að þú takir leturgerðina aftur út þegar þú lýkur við breytingarnar því ECDC hefur ekki heimild til að veita leyfi fyrir leturgerðinni.
 
Við biðjum þig um að bæta ekki við myndrænum þáttum fyrir utan fleiri myndmerki. Ekki reyna að breyta litum, orðabili, uppröðun eða leturstærð (nema það sér algjörlega nauðsynlegt). ECDC fer gjarnan yfir breytingarnar.
 
Að lokum skaltu taka fram að ECDC sé heimildin fyrir upplýsingamyndinni.