Lykilskilaboð fyrir smitsjúkdómalækna á sjúkrahúsum 

upplýsingaefni helstu skilaboð verkfærasettsefni

Verkefni

1.    Verkefni ykkar hvað varða bætta sýklalyfjanotkun eru m.a. [31,56,68,71,83]:
a)    Seta í stýrihópi um sýklalyf, sem lykilaðili;
b)    Vinna með lyfjafræðingi sjúkrahússins og sýklafræðingi við að koma á áætlun um stjórnun sýklalyfja;
c)    Leita upplýsinga hjá útgefendum lyfseðla á sjúkrahúsi og veita þeim álit til að tryggja gæði við ávísun sýklalyfja; 
d)    Kenna útgefendum lyfseðla á sjúkrahúsi hvernig greina skal og meðhöndla algengar sýkingar og reglur við sýklalyfjastjórnun; 
e)    Innleiða gagnreyndar viðmiðunarleiðbeiningar sjúkrahúss um sýklalyf vegna algengra sýkinga og fyrir fyrirbyggjandi sýklalyfjagjöf fyrir skurðaðgerðir;
f)    Miðla upplýsingum um staðbundna örverufræði og mynstur sýklalyfjaónæmis; og
g)    Stjórna lyfjaforskriftasafni sjúkrahússins fyrir sýklalyf (þ.e. lista yfir lyf í boði fyrir ávísendur). 

Atriði sem þú getur gert, eða átt í samstarfi um

2.    Aðstoðaðu við þróun og innleiðingu áætlunar um sýklalyfjastjórnun innan þinnar stofnunar [69].

3.    Kynntu staðbundnar viðmiðunarleiðbeiningar við stjórnun og notkun sýklalyfja. Þær eiga alltaf að vera til staðar og aðgengilegar öllu starfsfólki í heilbrigðisþjónustu [56,69].

4.    Athugaðu hvort útgáfur lyfseðla fyrir sýklalyf séu í samræmi við reglur/leiðbeiningar um notkun sýklalyfja, og samkvæmt gagnreyndu viðmiðunarleiðbeiningunum. Ef þú sérð samstarfsfólk á sjúkrahúsi eða heilbrigðisstofnun brjóta gegn leiðbeiningum eða vinnureglum, spurðu af hverju það gerði það og láttu það fá upplýsingar til þess að það geri sér grein fyrir mistökum sínum [69] [samhljóða sérfræðiálit].

5.    Veittu útgefendum lyfseðla endurgjöf og ráðgjöf varðandi greiningar og meðferð á smitsjúkdómum [83].

6.    Sjáðu til þess að útgefendur lyfseðla á sjúkrahúsinu hljóti reglulega fræðslu um skynsamlega notkun sýklalyfja og taktu þátt í fundarhaldi um innleiðingu gagnreyndra viðmiðunarleiðbeininga fyrir sjúkrahús [31,53].