Hver eru lykilskilaboðin og hvernig verða þau notuð?

Hvað er EAAD?

Evrópski vitundardagurinn um sýklalyf (EAAD) er evrópskt heilbrigðisverkefni, stýrt af ECDC, sem miðar að því að skapa vettvang og stuðning fyrir innlendar herferðir um skynsamlega notkun sýklalyfja. Á hverju ári er evrópski vitundardagurinn um sýklalyf haldinn um alla Evrópu í vikunni kringum 18. nóvember.

Hver eru lykilskilaboðin og hvernig verða þau notuð?

Til að efla samskipti innanlands hefur ECDC sett saman samskiptaleiðbeiningar sem innihalda sniðmátsefni og gagnreynd lykilskilaboð sem hægt er að laga að hverju landi.

Lykilskilaboð eru grundvallarþáttur í öllum samskiptaherferðum. Lykilskilaboð fyrir nýju verkfærakistuna:

  • Að höfða til ábyrgðar almennings til að stemma stigu við sýklalyfjaónæmi og styðja fagfólk við að grípa til aðgerða.
  • Setja fram traustar fullyrðingar sem hver er studd heimildum sem nota skal sem grundvöll að sniðmátum.
  • Að taka til fagaðila sem starfa á sjúkrahúsum eða við aðra heilbrigðisþjónustu: stjórnendur/yfirmenn, sérfræðingar í smitsjúkdómum, sérfræðingar í sýkingavörnum, faraldsfræðingar, útgefendur lyfseðla, unglæknar og læknanemar, lyfjafræðingar, hjúkrunarfræðingar, sýklafræðingar og starfsfólk bráðamóttöku, gjörgæslu og langtímadvalarstaða.

Þau vandamál sem tengjast sýklalyfjaónæmi kunna að vera mismunandi á milli landa innan ESB/EES. Það er mikilvægt að hafa í huga að sniðmátin frá ECDC veita grunnupplýsingar og almenn skilaboð, en efnið hefur meiri áhrif ef það er sett í samhengi við þarfir og aðstæður í hverju landi, jafnvel ef það er bundið við ákveðinn spítala eða heilsugæslu. Löndin gætu skoðað gögn um sýklalyfjaónæmi í landinu samanborið við gögn um sýklalyfjaneyslu, sem eru fáanleg annars vegar frá EAR-Net og hins vegar ESAC-Net, og ráðfært sig við fagstéttir um hvaða tól sé best að nota.

Hvað er „samhljóða sérfræðiálit“?

Þegar skilaboð í þessu skjali eru merkt með „samhljóða sérfræðiálit“ er ECDC að vísa í samkomulag sem náðist í skilgreindu ákvörðunartökuferli, en í því felst innra samkomulag ECDC sérfræðinga, álit EAAD TAC meðlima og ráðgjöf sérfræðinga og hagsmunaaðila.