Hvað er Sóttvarnarstofnun Evrópu að gera til að viðhalda virkni sýklalyfja?

Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) stuðlar að því að viðhalda virkni sýklalyfja með því að tryggja að Evrópa sé með gott yfirlit yfir stöðuna varðandi sýklalyfjaónæmi og notkun á sýklalyfjum með árlegum uppfærslum á evrópskum eftirlitsgögnum sínum, og með því að kynna og berjast fyrir skynsamlegri notkun á sýklalyfjum.

Aðgerðir sem tengjast þessu efni hjá Sóttvarnastofnun Evrópu, fara fram undir Áætluninni varðandi þol gegn sýkingalyfjum og sýkingar sem tengjast heilbrigðisþjónustu. Helstu verkefni Sóttvarnarstofnunar Evrópu eru m.a. eftirlit, farsóttaupplýsingar, þróun gagnreyndra leiðbeininga og kerfisbundnar endurskoðanir, þjálfun, stuðningur við aðildarríki ESB. Sóttvarnastofnun Evrópu setti líka á fót og uppfærir reglulega gagnaskrá yfir aðföng á netinu fyrir forvarnir og stjórnun á sýkingalyfjaónæmi og sýkingum sem tengjast heilbrigðisþjónustu til að styðja aðildarríki ESB við að þróa landsviðmiðunarreglur.

Frá 2008, hefur Sóttvarnastofnun Evrópu samhæft Evrópska vitundardagurinn um sýklalyf, sem er opinbert heilbrigðisframtak, sem miðar að því að skapa vettvang og stuðning fyrir innlendar herferðir um skynsamlega notkun sýklalyfja. Á hverju ári, víðsvegar um Evrópu, er Evrópski vitundardagurinn um sýklalyf (EAAD) þann 18. nóvember.

Sóttvarnastofnun Evrópu á einnig í samstarfi við fjölmörg samtök sérfræðinga og sjúklinga, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Matvælaöryggisstofnun Evrópu, Lyfjastofnun Evrópu, svæðisskrifstofu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu, sem og alþjóðlegar herferðir í Bandaríkjunum, Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Kanada og Japan, til að ráðast í fjölda aðgerða til að takast á við þol gegn sýkingalyfjum.