Lykilskilaboð fyrir bráðadeildir [læknar og stjórnendur]

upplýsingaefni helstu skilaboð verkfærasettsefni

1.    Þú ert í mikilvægri stöðu til að bæta ávísun sýklalyfja fyrir bæði innlagða og aðra sjúklinga, þar sem þín deild tengir sjúkrahúsið við samfélagið [77].

2.    Meðferðaráform varðandi sýklalyf sem hefst á þinni deild hafa mikil áhrif á val meðferðar sem tekur við á sjúkrahúsinu eða úti í samfélaginu [77].

Verkefni

3.    Klínísk verkefni sem tengjast því að bæta sýklalyfjanotkun eru t.d. [102] [samhljóða sérfræðiálit]:
a)    Fylgja staðbundnum gagnreyndum viðmiðunarleiðbeiningum um sýklalyf fyrir algengar sýkingar; 
b)    Ákveða fyrsta skammt sýklalyfja fyrir innlagða sjúklinga;
c)    Senda í ræktun áður en sýklalyfjameðferð hefst til að hægt að sé sérsníða meðferðina og stöðva á meðan innlögn stendur; 
d)    Miðla öllum bakgrunnsupplýsingum sjúklings og meðferðarákvörðunum til þeirra lækna sem taka við sjúklingnum, innan eða utan sjúkrahússins.
e)    Upplýsa sjúklinga (og fjölskyldur þeirra) um ástæðu ávísunar fyrir sýklalyf, mögulegar hliðarverkanir, og skynsamlega notkun.

4.    Verkefni á deildarstigi eru t.d. [77] [samhljóða sérfræðiálit]:
a)    Miðla gagnreyndum viðmiðunarleiðbeiningum sjúkrahúss og klínískum leiðum til að greina, meðhöndla og stjórna algengum sýkingum sem koma upp á þinni deild (þ.e. öndunarfærasýkingar, húð- eða mjúkvefssýkingar, þvagfærasýkingar og blóðsýkingar). Þær ættu að innihalda ábendingu, lyfjaval, skammt, inntökuleið og tímalengd meðferðar.
b)    Sjá til þess að leiðbeiningar taki mið af staðbundnu mynstri örvera og sýklalyfjaónæmis og endurspegli lyfjaforskriftasafn sjúkrahússins.
c)    Stuðla að hraðri eftirfylgni og túlkun á niðurstöðum sýklarannsókna með samstarfi við sýklarannsóknadeild svo hægt sé að miðla niðurstöðum með skilvirkum hætti til útgefenda lyfseðla.
d)    Símenntun starfsfólks í smitsjúkdómum og skynsamlegri notkun sýklalyfja.

Það sem þú getur gert

5.    Fylgdu aðferðarlýsingu fyrir sýklalyfjameðferðir (t.d. fyrir blóðsýkingar [74], þvagfærasýkingar [103], húð- og mjúkvefssýkingar [104]), og notaðu aðferðir og leiðbeiningar sýkingavarna sem eru til staðar í þínu umhverfi [31] [samhljóða sérfræðiálit].

6.    Grannskoðaðu sögu sjúklings þegar þú ávísar sýklalyfjum, þ.m.t. nýlega sýklalyfjanotkun, lyfjaofnæmi, ónæmisbælandi meðferðir og áhættuþætti fyrir sýklalyfjaónæmi (t.d. nýleg dvöl á sjúkrahúsi, nýleg meðferð eða nýleg ferð utan Evrópu) [31].

7.    Kynntu þér staðbundið mynstur sýklalyfjaónæmis í samfélaginu, á sjúkrahúsinu og á deildinni[31] [samhljóða sérfræðiálit].

8.    Aldrei byrja sýklalyfjameðferð nema að það sé ótvírætt að um bakteríusýkingu sé að ræða og ekki meðhöndla bólfestu [31,72].

9.    Reyndu að forðast óþarfar forvarnir með sýklalyfjum [31,73].

10.    Byrjaðu markvissa sýklalyfjameðferð hjá sjúklingum með alvarlega sýkingu eins fljótt og hugsast getur [31,74].

11.    Gakktu úr skugga um að sent sé í ræktun áður en sýklalyfjameðferð hefst [31,42,70,71].

12.    Skráðu ábendingu fyrir sýklalyfjameðferð, lyfjaval, skammt, inntökuleið og lengd meðferðar í sjúkraskrá sjúklingsins [31,42,70,71].

13.    Ef þú ert í vafa um að ávísa sýklalyfjum skaltu gera eftirfarandi [25,26,53,70] [samhljóða sérfræðiálit]:
•    Athugaðu staðbundin, svæðisbundin og landsbundin faraldsfræðileg gögn.
•    Ráðfærðu þig við reyndari starfsmann eða aðila í stýrihópi um sýklalyf.

14.    Taktu reglulega þátt í námskeiðum og fundum sem stuðla að því að sjúkrahúsin innleiði: a) skynsama sýklalyfjanotkun, b) gagnreyndar og staðbundnar viðmiðunarleiðbeiningar í tengslum við sýklalyf og c) sýkingavarnir og stjórnunaraðgerðir í tengslum við þær[52,53].